mánudagur, maí 14, 2007

Hlutgerð

Um daginn sat ég, eins og svo oft áður, inni á Q-bar ásamt vel völdum einstaklingum. Við María vorum þarna í ofsalegum minnihluta en sátum engu að síður þarna sallarólegar og unum okkar hlutskipti vel.

Þangað til við vorum hlutgerðar.

Já, hlutgerðar.

Hlutgerðar svo svakalega að annað eins hefur vart gerst. Þarna sat kvenmaður ásamt karlmanni og þau störðu bara á okkur. Þau störðu án gríns eins og við værum tvö kjötstykki sem þau ætluðu að hafa í matinn í næsta matarboði. Kann fólk sig ekki? Sama hve miklu lóðaríi þú kannt að vera á, þá glápirðu samt ekkert bara á saklausa einstaklinga! Þetta tvíeyki reif okkur í sig með augunum..AUGUNUM.

Þetta var svo vandræðalegt að ég hef sjaldan verið eins glöð, vænti þess að sama eigi við um maríu, og þegar þetta lið kom sér út.

Ok það gerðist ss ekkert...þetta blogg er eins og brandari sem er ekki með neinu pönslæni en halló ÞAU GLÁPTU BARA.

Urður, má þetta?? Urður..þau voru ekki einu sinni með glimmer framan í sér!

tónlist dagsins: fyrsti fagmannlegi mixdiskurinn minn- sértu heppin/+n mun ég gefa þér eintak

Efnisorð: , , , ,

laugardagur, maí 05, 2007

ég er búin að vera að vega og meta möguleikana á því hvað tekur við hjá mér.
það er alltaf vinsæl pæling að taka tilvistarkreppuna þannig að núna gerist ég mögulega róni og byrja að sofa hjá öllum þeim nafnlausu andlitum sem ég hitti á börum bæjarins.
kannski ég verði bækjúríus til að vera aðeins ráðvilltara fórnarlamb.
geng um í volæði og hugsanir mínar æpa HVAÐ ER ÉG HVER ER ÉG HVAÐ VIL ÉG HVER ER FRAMTÍÐ MÍN?

nei, hafnað.

ég ætla að verða ofsalega góð. núna byrja ég að stunda líkamsrækt af miklu(meira) kappi og læt ekkert ofan í mig sem solla af grænum kosti hefur ekki samþykkt. einnig mun ég hefja störf sem dagmamma eða allavega pössunarpía í hlutastarfi auk þess sem ekki verður betur hugsað um nein gæludýr, en þau sem ég á.

nú er ég farin, urður sagði það.

föstudagur, apríl 20, 2007

Gaaaamla

Jæja, hér sit ég. Í lounge-inu heima hjá Unni. Lengst í innviðum Hafnafjarðar.
Klukkan er að ganga fjögur að nóttu og við erum að læra.

Hve súrt?

Mjög súrt.

Ég hef ekkert haft að segja mjög lengi en nú þegar ég á að vera að gera ritgerð fannst mér það brilliant hugmynd. Hvort ætli sé heitara að skila bara ritgerð eða halda fyrirlestur um hrekkjusvín í barnabókum?

Mér finnst allir óttalegir aular í dag. Við erum öll svo steikt. Allir klæða sig eins á Íslandi, amk í Reykjavík, það er geðveikt fyndið.

Vonandi kemur bráðum rosalega vondur go valdamikill karl sem tekur yfir landið og stýrir okkur eins og strengjabrúðum. Ég giska á að það verði hljómsveitin GusGus sem muni taka yfir landið og stjórna okkur öllum. Við verðum leiksoppar þeirra, þau láta okkur gera allt sem þau vilja og bráðlega verður glimmer í andlit orðið skylda.

ÞÚ FERÐ EKKERT ÚT ÚR HÚSI ÁN ÞESS AÐ VERA MEÐ GLIMMER Í FRAMAN, URÐUR SAGÐI ÞAÐ!

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

dauð úr öllum æðum?

Nei svo sannarlega ekki! Þið skuluð búa ykkur undir tryllta endurkomu Valgerðar. Í þeim pistlum sem endurkomunni fylgja mun koma fram hvernig hún kemur til með að verða helsti keppinautur Fergie í sval-fræðum. Brátt mun heimurinn hætta að syngja fergalicious því hún verður bara fergasuckus eftir að Valgerður kemur fram á sjónarsviðið.
Í henni(sem skemmtikrafti)munu fagrar raustir backstreet boys blandast saman við röffið hjá nirvana og auðmýkt akon. Þetta verður spennandi að sjá, créme de la créme í skemmtanabransanum sameinast í einni veru?


Ef þú heldur að þú munir höndla þetta, spenntu þá beltin og fylgstu með.

Umboðsmaður(eða kona?!?!?!) Valgerðar

sunnudagur, október 22, 2006

Basshunter- DoTa

Ég hef alltaf haft fordóma fyrir landsbyggðarvargi. Þá meina ég vargi, fólkið sem er í krumpugalla og háhæluðum skóm eða feita gellan í magabolnum sem vinnur í söluturni á Sauðárkróki. Þetta er bara lærð hegðun frá móður minni sem á það til að kenna "hels ólsurum" um allt sem miður fer, ólsarar eru fólk frá Ólafsvík.

Nú hefur reynsla mín kennt mér að mínir helvísku ólsarar eru fólk frá Laugavatni. Einu sinni lentum við Hulda í þeim óþægilegu aðstæðum að enda inni í bústað hjá Laugvetningum, þar var eitt buff(kvk/kk?) og einn maður sem fór úr hverri spjör, óumbeðinn. Um helgina var partí krassað af öllum ungmennum á Laugavatni, vinahópur sem fór frá svona 16 og upp í tæplega þrítugt. Þ.á.m var maður sem sló stelpur og bar fyrir sig misnotkun í æsku. Þ.e eftir að hann hafði komið með stórkostlegt diss; skapahár. Já það er satt, ég var kölluð skapahár um helgina. Fyndið núna, já, fyndið þá, nei.

Á selfossi hitti ég ókurteisar truntur og ég held maður eigi svei mér þá bara að halda sig við Reykjavík, ég ætla aldrei að búa úti á landi. Ég dáist að Ernu og Öldu fyrir að vera lifandi eftir heilt sumar á Húsavík!

Helgin var samt frábær, Laugvetningar þurfa bara að verða manneskjur. Ekki partíkrassarar og já, uppgötvun helgarinnar var þó sú að það er einungis EIN gella á Laugavatni. Hún á meira að segja Nikita-peysu og allt.

þriðjudagur, október 10, 2006

Do you know the french kiss ? I am the master of it..

París var sæt(og er það líklegast enn) og samferðamenn mínir jafn dásamlegir og rjómi.
Þessi ferð fór fram úr björtustu vonum, nú vil ég bara fara til Parísar og vera þar, alltaf!
Þrátt fyrir rónalykt, rónarunk og slæmar pikköpplínur skyggir ekkert á ást mína til Parísar.


You know Paris, if you read this I just want you to know that I love you and I will come again. Don't miss me too much because you don't have to.

Í gær fór ég með fimm einnota myndavélar í framköllun og gaurinn horfði á mig eins og ég væri japanskur túristi sem héldi regnhlíf á lofti og með skarann á eftir sér.
Það er greinilegt að einnota myndavélar eru með slæman orðstír og strax trengdar einhvers konar lúðum.

SexyBack- Justin Timberlake
Over & Over- Hot Chip

föstudagur, september 29, 2006

Heima er best...

Subject: hello
Body: hello whale.You are very beautifull baby and very sexyy.I used to want kiss from lips. Are you good in the bed?I am very good To lick the legs To play between the legs To lick feet


....Já, ekkert jafnast á við smekkleg skilaboð frá gröðum útlendingum. Þessi heitir Alper og er sleipur í enskunni.

Mér líður eins og ég sé komin heim aftur þegar ég fæ svona skilaboð á myspace.

Feel good hit of the fall- !!!

|